Handbolti

Greindist smitaður eftir leikinn við Ísland

Sindri Sverrisson skrifar
Hans Óttar Lindberg í upphitun fyrir leikinn gegn Íslandi í gærkvöld.
Hans Óttar Lindberg í upphitun fyrir leikinn gegn Íslandi í gærkvöld. Getty/Sanjin Strukic

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, sem reyndar á íslenska foreldra, hefur greinst með kórónuveirusmit eftir leikinn við Ísland á EM í handbolta í gærkvöld.

Danska handknattleikssambandið greinir frá þessu og er Lindberg nú kominn í einangrun. 

Hann er fyrstur Dana til að smitast á mótinu en sex leikmenn íslenska hópsins eru í einangrun eftir að hafa greinst með smit í gær og í fyrradag.

Allir leikmenn danska hópsins fóru í PCR-próf eftir sigurinn gegn Íslandi, seint í gærkvöld, og var Lindberg sá eini sem greindist með smit.

Næsti leikur Dana er gegn Króatíu á morgun og liðið mætir svo Hollandi á mánudag og Frakklandi næsta miðvikudag.


Tengdar fréttir

Erlingur lét þjálfarann spila á EM

Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Gísli Þorgeir líka smitaður

Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.