Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2022 16:26 Bjarki Már Elísson þungt hugsi í leiknum gegn Portúgal. Getty Images Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. „Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti