Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2022 16:26 Bjarki Már Elísson þungt hugsi í leiknum gegn Portúgal. Getty Images Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. „Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
„Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira