Það kom nefnilega í ljós að mótshaldarar höfðu ruglað saman sýnum. Það var ekki vinstri hornamaðurinn David Mandic sem var með kórónuveiruna heldur þriðji markvörður Króata, Matej Mandic, sem er öllu minna mikilvægur fyrir liðið.
Þetta fullyrðir alla vega ungverski miðillinn Jutarnji að sé ástæðan fyrir því að David Mandic er óvænt með í dag.
Króatía og Svartfjallaland eru með Íslandi í riðli. Ísland mætir Króatíu næsta mánudag og svo Svartfjallalandi næsta miðvikudag.
Fimm leikmenn íslenska liðsins hafa greinst með kórónuveirusmit en eru við góða heilsu eftir því sem næst verður komist.