Hvernig má fyrirbyggja sálrænar afleiðingar COVID-19? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 17:31 Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun