„Finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 12:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk gegn Ungverjalandi. getty/Sanjin Strukic Arnór Atlason segir augljóst að Guðmundur Guðmundsson hafi aðlagað leik íslenska handboltalandsliðsins að Ómari Inga Magnússyni. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita