Handbolti

Hollendingar fylgja íslensku strákunum í milliriðil

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Poland vs Netherlands epa09074608 Head coach of Netherlands national team Erlingur Richardsson (C) gestures during the 2022 EHF Men's European Championship qualifier handball match between Poland and Netherlands in Wroclaw, Poland 14 March 2021. EPA-EFE/MACIEJ KULCZYNSKI POLAND OUT
Poland vs Netherlands epa09074608 Head coach of Netherlands national team Erlingur Richardsson (C) gestures during the 2022 EHF Men's European Championship qualifier handball match between Poland and Netherlands in Wroclaw, Poland 14 March 2021. EPA-EFE/MACIEJ KULCZYNSKI POLAND OUT

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu í handbolta eru komnir í milliriðil á EM í fyrsta sinn í sögunni eftir eins marks sigur gegn Portúgal, 32-31.

Portúgalska liðið skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, en Hollendingar næstu fimm og náðu því þriggja marka forskoti snemma. Hollenska liðið hélt forystunni út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 17-13, Hollendingum í vil.

Ekki batnaði útlitið fyrir portúgalska liðið í upphafi síðari háfleiks, en Hollendingar komust fljótt í fimm marka forystu. Portúgal gafst þó ekki upp og saxaði nokkuð fljótt á forystu Hollendinga.

Portúgal minnkaði muninn í eitt mark og munurinn rokkaði frá einu og upp í tvö mörk lengi vel. Portúgalska liðið náði loks að jafna þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka, og komust svo yfir þegar um ein og hálf mínúta var eftir.

Ljóst var að það myndi ekki duga Portúgal, en liðið þurfti á tveggja marka sigri að halda til að stela öðru sæti riðilsins af Hollendingum.

Portúgalska liðið fór þó illa að ráði sínu í seinustu sóknum sínum og Hollendingar náðu að greista fram sigur í seinustu sókninni. Lokatölur urðu 32-31, og Hollendingar eru því á leið í milliriðil með íslensku strákunum í fyrsta sinn í sögunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.