Hinir hljóðu og jafnvel gleymdu framlínustarfsmenn Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:00 Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun