Þau sem urðu verst úti Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 15. janúar 2022 16:03 Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá. Langstærsta efnahagslega höggið Það er viðurkennd staðreynd að stærsta efnahagslega höggið hefur lent á ferðaþjónustufyrirtækjum og tengdum greinum - það langstærsta á þeim fyrirtækjum sem sinna nær eingöngu eða alfarið erlendum ferðamönnum. Í nýrri skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu ferðaþjónustu, sem unnin var fyrir Ferðamálastofu, kemur ýmislegt áhugavert í ljós - sem kemur fáum, sem stunda rekstur í ferðaþjónustu á óvart. Vélarnar í gangi Þar er tiltekið hversu mikill kraftur og sveigjanleiki hefur einkennt greinina strax frá upphafi faraldursins. Hvernig fyrirtækin hafa ekki lagt árar í bát, heldur haldið áfram að berjast frá mánuði til mánaðar með vonina og ekki síður trúna á framtíð ferðaþjónustunnar að vopni. Það er sömuleiðis viðurkennd staðreynd að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa bjargað stórum hluta ferðaþjónustufyrirtækja frá gjaldþroti og þannig varðveitt afl til harðrar og öflugrar viðspyrnu. Að vélarnar séu í gangi þegar þær fá hráefni. Það hefur sýnt sig, þegar rofað hefur til, að það hefur margborgað sig. Enda er það ferðaþjónustan sem treyst er á til að auka hagvöxt og verðmætasköpun á næstu misserum. Fyrirtækin verulega löskuð Það er þó því miður einnig staðreynd, að þrátt fyrir öflugar stuðningsaðgerðir ríkisins hingað til, þá eru flest ferðaþjónustufyrirtæki skiljanlega verulega löskuð - eftir tveggja ára hremmingar. Skuldir hafa aukist og eigið fé skroppið saman eða horfið, en árið 2020 þurrkaðist út meira en þriggja ára eiginfjármyndun í greininni. Við lok ársins 2020 bjuggu um 25% félaga við góða eða viðunandi fjárhagsstöðu en rúmlega þriðjungur var of skuldsettur eða með ósjálfbæran rekstur. Staðan hefur að öllum líkindum ekki batnað árið 2021. Flest fyrirtæki eru komin út í horn. Þá kom Omikron Undir lok ársins 2021 var allt útlit fyrir að við værum komin fyrir vind hvað faraldurinn áhræði og gætum einbeitt okkur að því að byggja fyrirtækin upp að nýju. Í lok ársins runnu síðan flestar stuðningsaðgerðir ríkisins sitt skeið á enda. Þá skaut upp kollinum enn eitt afbrigði veirunnar, sem hefur nú sett allt á annan endann, eins og allir þekkja. Ekki bara sóttvarnaraðgerðir innanlands Tilkynnt hefur verið að ríkið hyggist nú styðja við rekstur þeirra sem hafa og verða nú áfram fyrir miklum áhrifum af sóttvarnarreglum innanlands og er það gott og nauðsynlegt. Þarna þarf hins vegar að hugsa aðeins lengra, því að mörg fyrirtæki verða ekki beinlínis fyrir áhrifum af sóttvarnarreglum hér innanlands heldur einfaldlega vegna faraldursins sjálfs og áhrifum hans á eftirspurn og ferðahegðun. Omikron setti þar stórt strik í reikninginn með hrinu afbókana, samdrætti í nýjum bókunum og framhaldi á nagandi óvissu - sem kalla vissulega á áframhaldandi stuðning við almenn ferðaþjónustufyrirtæki. Á bakvið ferðaþjónustufyrirtækin er venjulegt fólk og fjölskyldur Það er gott að hafa það í huga í þessu sambandi að á bakvið ferðaþjónustufyritækin er venjulegt fólk. Um 90% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór og eru rekin af Jóni og Gunnu í næstu götu. Þau hafa lagt allt sitt undir, skapað sér og öðrum atvinnu og hafa nú í tvö ár barist fyrir tilveru sinni, tekið á sig stórfellt tekjutap og strítt við stanslausar áhyggjur og svefnlausar nætur. Það er álag sem ekki skyldi vanmeta. Ekki klúðra leiknum rétt fyrir leikslok Til að gera langa sögu stutta: Það væri skynsamlegt að halda björgunarhringnum örlítið lengur á floti og framlengja stuðningsaðgerðir ríkisins við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna sóttvarnaraðgerða EÐA áhrifa faraldursins almennt á starfsemi þeirra. Það eru fyrirtækin sem hafa orðið verst úti, allan tímann. Skilvirkast væri að framlengja þau úrræði sem þegar hefur verið beitt með góðum árangri, til dæmis viðspyrnustyrki, hlutabótaleið og átakið „Hefjum störf“. Eftir allt blóðið, svitann og tárin væri sárgrætilegt að klúðra sókninni rétt fyrir framan markið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá. Langstærsta efnahagslega höggið Það er viðurkennd staðreynd að stærsta efnahagslega höggið hefur lent á ferðaþjónustufyrirtækjum og tengdum greinum - það langstærsta á þeim fyrirtækjum sem sinna nær eingöngu eða alfarið erlendum ferðamönnum. Í nýrri skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu ferðaþjónustu, sem unnin var fyrir Ferðamálastofu, kemur ýmislegt áhugavert í ljós - sem kemur fáum, sem stunda rekstur í ferðaþjónustu á óvart. Vélarnar í gangi Þar er tiltekið hversu mikill kraftur og sveigjanleiki hefur einkennt greinina strax frá upphafi faraldursins. Hvernig fyrirtækin hafa ekki lagt árar í bát, heldur haldið áfram að berjast frá mánuði til mánaðar með vonina og ekki síður trúna á framtíð ferðaþjónustunnar að vopni. Það er sömuleiðis viðurkennd staðreynd að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa bjargað stórum hluta ferðaþjónustufyrirtækja frá gjaldþroti og þannig varðveitt afl til harðrar og öflugrar viðspyrnu. Að vélarnar séu í gangi þegar þær fá hráefni. Það hefur sýnt sig, þegar rofað hefur til, að það hefur margborgað sig. Enda er það ferðaþjónustan sem treyst er á til að auka hagvöxt og verðmætasköpun á næstu misserum. Fyrirtækin verulega löskuð Það er þó því miður einnig staðreynd, að þrátt fyrir öflugar stuðningsaðgerðir ríkisins hingað til, þá eru flest ferðaþjónustufyrirtæki skiljanlega verulega löskuð - eftir tveggja ára hremmingar. Skuldir hafa aukist og eigið fé skroppið saman eða horfið, en árið 2020 þurrkaðist út meira en þriggja ára eiginfjármyndun í greininni. Við lok ársins 2020 bjuggu um 25% félaga við góða eða viðunandi fjárhagsstöðu en rúmlega þriðjungur var of skuldsettur eða með ósjálfbæran rekstur. Staðan hefur að öllum líkindum ekki batnað árið 2021. Flest fyrirtæki eru komin út í horn. Þá kom Omikron Undir lok ársins 2021 var allt útlit fyrir að við værum komin fyrir vind hvað faraldurinn áhræði og gætum einbeitt okkur að því að byggja fyrirtækin upp að nýju. Í lok ársins runnu síðan flestar stuðningsaðgerðir ríkisins sitt skeið á enda. Þá skaut upp kollinum enn eitt afbrigði veirunnar, sem hefur nú sett allt á annan endann, eins og allir þekkja. Ekki bara sóttvarnaraðgerðir innanlands Tilkynnt hefur verið að ríkið hyggist nú styðja við rekstur þeirra sem hafa og verða nú áfram fyrir miklum áhrifum af sóttvarnarreglum innanlands og er það gott og nauðsynlegt. Þarna þarf hins vegar að hugsa aðeins lengra, því að mörg fyrirtæki verða ekki beinlínis fyrir áhrifum af sóttvarnarreglum hér innanlands heldur einfaldlega vegna faraldursins sjálfs og áhrifum hans á eftirspurn og ferðahegðun. Omikron setti þar stórt strik í reikninginn með hrinu afbókana, samdrætti í nýjum bókunum og framhaldi á nagandi óvissu - sem kalla vissulega á áframhaldandi stuðning við almenn ferðaþjónustufyrirtæki. Á bakvið ferðaþjónustufyrirtækin er venjulegt fólk og fjölskyldur Það er gott að hafa það í huga í þessu sambandi að á bakvið ferðaþjónustufyritækin er venjulegt fólk. Um 90% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór og eru rekin af Jóni og Gunnu í næstu götu. Þau hafa lagt allt sitt undir, skapað sér og öðrum atvinnu og hafa nú í tvö ár barist fyrir tilveru sinni, tekið á sig stórfellt tekjutap og strítt við stanslausar áhyggjur og svefnlausar nætur. Það er álag sem ekki skyldi vanmeta. Ekki klúðra leiknum rétt fyrir leikslok Til að gera langa sögu stutta: Það væri skynsamlegt að halda björgunarhringnum örlítið lengur á floti og framlengja stuðningsaðgerðir ríkisins við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna sóttvarnaraðgerða EÐA áhrifa faraldursins almennt á starfsemi þeirra. Það eru fyrirtækin sem hafa orðið verst úti, allan tímann. Skilvirkast væri að framlengja þau úrræði sem þegar hefur verið beitt með góðum árangri, til dæmis viðspyrnustyrki, hlutabótaleið og átakið „Hefjum störf“. Eftir allt blóðið, svitann og tárin væri sárgrætilegt að klúðra sókninni rétt fyrir framan markið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun