Handbolti

Ungverskan vafðist ekki mikið fyrir Viktori og Ólafi

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Guðmundsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru mættir með íslenska landsliðinu til Búdapest.
Ólafur Guðmundsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru mættir með íslenska landsliðinu til Búdapest. VÍSIR/HULDA MARGRÉT/EPA

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í Búdapest í Ungverjalandi næstu daga, og vonandi sem lengst, á Evrópumótinu sem hefst í dag.

Á samfélagsmiðlum EHF er hitað upp fyrir mótið, meðal annars með myndskeiði þar sem leikmenn þátttökuþjóða á EM reyna að bera fram ungverska orðið „üdvözöljük“ sem þýðir einfaldlega „velkomin“.

Á meðal þeirra sem að reyna fyrir sér eru Viktor Gísli Hallgrímsson, einn þriggja markvarða íslenska hópsins, og skyttan öfluga Ólafur Guðmundsson.

Aron Pálmarsson er eini leikmaður íslenska liðsins sem búið hefur og starfað í Ungverjalandi, þegar hann lék með stórliði Veszprém árin 2015-2017.

Aron hefði því ekki átt í erfiðleikum með verkefnið sem Viktor og Ólafur fengu en þeir leystu það reyndar vel. 

Ólafur, sem er 31 árs, spilar í vetur með Montpellier í Frakklandi en hefur áður spilað í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. 

Viktor Gísli, sem er 21 árs, leikur í Danmörku en flytur til Nantes í Frakklandi í sumar.

Ísland mætir Portúgal á föstudag í fyrsta leik á EM, Hollandi á sunnudag og heimamönnum á þriðjudag. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil sem einnig verður leikinn í Búdapest, líkt og undanúrslit og úrslit mótsins.


Tengdar fréttir

Viggó vonast til að fá stórt hlutverk

„Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær.

Ferðasaga landsliðsins til Ungverjalands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta flaug til Búdapest í Ungverjalandi í gær og yfirgaf því sóttvarnarkúlu sína á Íslandi eftir níu daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.