Á samfélagsmiðlum EHF er hitað upp fyrir mótið, meðal annars með myndskeiði þar sem leikmenn þátttökuþjóða á EM reyna að bera fram ungverska orðið „üdvözöljük“ sem þýðir einfaldlega „velkomin“.
Á meðal þeirra sem að reyna fyrir sér eru Viktor Gísli Hallgrímsson, einn þriggja markvarða íslenska hópsins, og skyttan öfluga Ólafur Guðmundsson.
Can you pronounce "Üdvözöljük" (Welcome in )?
— EHF EURO (@EHFEURO) January 13, 2022
Tell us which player pronounced it best #ehfeuro2022 #watchgamesseemore @DHB_Teams @Handbal_NL @AndebolPortugal @HSI_Iceland pic.twitter.com/cfMrvbb1zw
Aron Pálmarsson er eini leikmaður íslenska liðsins sem búið hefur og starfað í Ungverjalandi, þegar hann lék með stórliði Veszprém árin 2015-2017.
Aron hefði því ekki átt í erfiðleikum með verkefnið sem Viktor og Ólafur fengu en þeir leystu það reyndar vel.
Ólafur, sem er 31 árs, spilar í vetur með Montpellier í Frakklandi en hefur áður spilað í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku.
Viktor Gísli, sem er 21 árs, leikur í Danmörku en flytur til Nantes í Frakklandi í sumar.
Ísland mætir Portúgal á föstudag í fyrsta leik á EM, Hollandi á sunnudag og heimamönnum á þriðjudag. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil sem einnig verður leikinn í Búdapest, líkt og undanúrslit og úrslit mótsins.