Valenia kom til baka eftir ömurlegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 27 stig. Sem betur fer voru heimamenn í Ulm ekki komnir úr augsýn er síðari hálfleikur hófst en þá vöknuðu leikmenn Valencia til lífsins.
Martin og félagar unnu leikinn á endanum með sex stiga mun, 76-70. Leikstjórnandinn úr Vesturbænum skoraði 8 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 1 frákast.
Highlights!
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) January 12, 2022
Las mejores jugadas de la sexta en Europa. ¡Llegó remontando en una gran segunda parte en Alemania!
J9 7DAYS @EuroCup @ratiopharmulm 70
@valenciabasket 76
@SanMiguel
#EActíVate pic.twitter.com/XOlneR3D6r
Valencia er nú í 3. sæti B-riðils með sex sigra og þrjú töp að loknum níu leikjum.
Á Ítalíu skoraði Jón Axel sex stig í 19 stiga tapi Bologna á heimavelli gegn Sassari, lokatölur 84-103. Fortitudo Bologna er sem fyrr í 15. og næstneðsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir 14 leiki.