Körfubolti

Martin átti stóran þátt í sigri Valencia

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin í baráttunni í kvöld.
Martin í baráttunni í kvöld. Twitter/@valenciabasket

Martin Hermannsson hjálpaði Valencia að vinna sex stiga útisigur á Ulm í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld, lokatölur 70-76. Þá lék Jón Axel Guðmundsson í stóru tapi Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni.

Valenia kom til baka eftir ömurlegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 27 stig. Sem betur fer voru heimamenn í Ulm ekki komnir úr augsýn er síðari hálfleikur hófst en þá vöknuðu leikmenn Valencia til lífsins.

Martin og félagar unnu leikinn á endanum með sex stiga mun, 76-70. Leikstjórnandinn úr Vesturbænum skoraði 8 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 1 frákast.

Valencia er nú í 3. sæti B-riðils með sex sigra og þrjú töp að loknum níu leikjum.

Á Ítalíu skoraði Jón Axel sex stig í 19 stiga tapi Bologna á heimavelli gegn Sassari, lokatölur 84-103. Fortitudo Bologna er sem fyrr í 15. og næstneðsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir 14 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×