Handbolti

Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson.
Elliði Snær Viðarsson.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka.

„Það var fín tilbreyting í morgun að vakna við sólargeisla,“ sagði Eyjamaðurinn káti.

„Tíminn er aðeins lengur að líða núna en í fyrra þegar ég var nýliði. Nú erum við komnir út, þetta er að byrja og ég er orðinn mjög spenntur.“

Elliði spilar undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach og hefur staðið sig vel þar. Hann er að lifa drauminn enda þekkir hann að vera innan sem utan vallar á stórmótum.

„Þetta er fjórða stórmótið mitt. Ég var tvisvar í stúkunni að styðja liðið og nú er ég í annað sinn að spila,“ segir Elliði en hvort er skemmtilegra að vera í stúkunni eða inn á vellinum?

„Ég er mikill Hvítur Riddari og átti því erfitt með að velja til að byrja með en núna er miklu skemmtilegra að vera á vellinum.“

Eyjamaðurinn vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar á síðasta móti með baráttuanda sínum og leikgleði.

„Ég vona að ég sé orðinn betri og set meiri pressu á mig núna en síðast. Vonandi get ég staðið undir eigin væntingum. Ég vil spila alla leiki en það er mikil samkeppni en ég vil komast í stærra hlutverk á báðum endum.“

Klippa: Elliði Snær um EM

Tengdar fréttir

Guð­mundur búinn að vera í ein­angrun síðan fyrir jól

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.