Talmeinafræðingar sitja auðum höndum á meðan biðlistinn lengist Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Brynja Dögg Hermannsdóttir skrifa 12. janúar 2022 14:31 Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun