Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Margrét Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2022 07:00 Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. Er það rétt að þið ætlið að sýna þættina Brot fyrir ungmenni í 6.bekk? Er það samkvæmt ráðum sérfræðinga eins og sálfræðinga og uppeldismenntaðra sem þið gerið það? Vitið þið að þetta efni er ekki talið vera svo ungum börnum gott áhorfsefni að Netflix í Evrópu setur 16 ára aldurstakmark eða kjósið þið að líta framhjá því? Vitið þið eitthvað um ofbeldiskúltúr? Vitið þið að þó að krakkarnir eigi að vita að þetta sé leikið efni þá fara nkl sömu viðbrögð í gang í heilanum og ef það væri það ekki þessvegna virka hryllingsyndir og spennumyndir? Vitið þið að þetta er hópnauðgunarvídjó sem ungmennin horfa á með bekkjarfélögum sínum. Ekki horfa, hlusta og sjá aðra horfa á það. Það á líka að horfa á myndband af þolanda hópnauðgunarinnar af þessari sömu nauðgun lýsa nauðguninni. Börn sem eru 12 ára eiga líka að horfa á íslenskt fólk í sjónvarpinu lýsa kerfisbundnum nauðgunum á ungum drengjum og grófu líkamlegu ofbeldi gegn börnum sem framið er af fólkinu sem á að sýna þeim umhyggju? Er það rétt að sumir foreldrar í árgangnum hafa gert athugasemdir við námsefnið en það skiptir ekki máli því íslenskuteymið nýtur stuðnings deildarstjóra og skólastjóra og að kennararnir ætla að hafa auga með þessum viðkvæmu nemendum...nemendum sem eru of viðkvæmir til þess að hlusta á stúlku gráta, öskra og biðja sér vægðar á meðan henni er hópnauðgað þegar þau eru 12 ára? Hafið þið hugmynd um börn í þessum árgang sem hafa orðið fyrir trauma og gerið þið ykkur grein fyrir áhrifum þessa áhorfs á þau? Ég bið einlæglega um umfjöllun um þetta mál og önnur þau verkefni sem valin eru til að setja á borð ungmenna í skólum landsins. Allt á sinn tíma og það er vel þess virði barnanna vegna að Barnavernd komi að þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Árborg Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. Er það rétt að þið ætlið að sýna þættina Brot fyrir ungmenni í 6.bekk? Er það samkvæmt ráðum sérfræðinga eins og sálfræðinga og uppeldismenntaðra sem þið gerið það? Vitið þið að þetta efni er ekki talið vera svo ungum börnum gott áhorfsefni að Netflix í Evrópu setur 16 ára aldurstakmark eða kjósið þið að líta framhjá því? Vitið þið eitthvað um ofbeldiskúltúr? Vitið þið að þó að krakkarnir eigi að vita að þetta sé leikið efni þá fara nkl sömu viðbrögð í gang í heilanum og ef það væri það ekki þessvegna virka hryllingsyndir og spennumyndir? Vitið þið að þetta er hópnauðgunarvídjó sem ungmennin horfa á með bekkjarfélögum sínum. Ekki horfa, hlusta og sjá aðra horfa á það. Það á líka að horfa á myndband af þolanda hópnauðgunarinnar af þessari sömu nauðgun lýsa nauðguninni. Börn sem eru 12 ára eiga líka að horfa á íslenskt fólk í sjónvarpinu lýsa kerfisbundnum nauðgunum á ungum drengjum og grófu líkamlegu ofbeldi gegn börnum sem framið er af fólkinu sem á að sýna þeim umhyggju? Er það rétt að sumir foreldrar í árgangnum hafa gert athugasemdir við námsefnið en það skiptir ekki máli því íslenskuteymið nýtur stuðnings deildarstjóra og skólastjóra og að kennararnir ætla að hafa auga með þessum viðkvæmu nemendum...nemendum sem eru of viðkvæmir til þess að hlusta á stúlku gráta, öskra og biðja sér vægðar á meðan henni er hópnauðgað þegar þau eru 12 ára? Hafið þið hugmynd um börn í þessum árgang sem hafa orðið fyrir trauma og gerið þið ykkur grein fyrir áhrifum þessa áhorfs á þau? Ég bið einlæglega um umfjöllun um þetta mál og önnur þau verkefni sem valin eru til að setja á borð ungmenna í skólum landsins. Allt á sinn tíma og það er vel þess virði barnanna vegna að Barnavernd komi að þessu máli.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar