Danir fljúga á EM í handbolta með almennu farþegaflugi en skilja einn eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 09:30 Danski landsliðsmarkvörðurinn Jannick Green Krejberg er enn í einangrun vegna kórónuveirusmits. epa/Diego Azubel Heimsmeistarar Dana ferðuðust til Ungverjalands í morgun þar sem þeir taka þátt í Evrópumótinu í handbolta. Það voru þó ekki allir sem fengu að fara með í flugið. Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira