Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit.
SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh
— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022
Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi.
Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green.
Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag.
Hilsen fra @JannickGreen:
— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022
Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt
Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið.
Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið.
Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti.
Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn.