„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 08:31 Sveinn Jóhannsson yfirgaf Grand Hótel í gær og fer ekki með til Búdapest í næstu viku, á EM. vísir/Sigurjón Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn. EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn.
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira