„Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin“ Atli Arason skrifar 3. janúar 2022 22:27 Hilmar Smári Henningsson segir að troðslan í traffík komi við gott tækifæri. Mynd/FIBA Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Stjörnunnar, var kampakátur með 20 stiga sigur á Njarðvík í kvöld, 97-77. „Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira