Gríska undrið Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði Milwaukee Bucks, þegar liðiði lagði New Orleans Pelicans örugglega að velli, 136-113. Giannis var algjörlega magnaður; skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
New Year's Day Final Score Thread
— NBA (@NBA) January 2, 2022
Giannis opens up 2022 with a big-time triple-double, lifting the @Bucks to 6 straight wins!
Jordan Nwora: 23 PTS (9-11 FGM)
Jrue Holiday: 21 PTS, 6 AST pic.twitter.com/fUdwgwsKMM
DeMar DeRozan byrjar nýja árið á algjörlega ótrúlegan hátt en annan daginn í röð tryggði hann Chicago Bulls dramatískan sigur með lokakörfu leiksins á lokasekúndunni.
Í gærkvöldi skoraði hann þriggja stiga körfu til að tryggja Chicago Bulls eins stigs sigur á Washington Wizards en á nýársnótt gerði hann einnig þriggja stiga körfu og tryggði Bulls tveggja stiga sigur á Indiana Pacers.
Úrslit næturinnar
Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 136-113
Detroit Pistons - San Antonio Spurs 117-116
Washington Wizards - Chicago Bulls 119-120
Brooklyn Nets - Los Angeles Clippers 116-120
Houston Rockets - Denver Nuggets 111-124
Utah Jazz - Golden State Warriors 116-123