Daníel Guðni: „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2021 21:30 Daníel Guðni Guðmundsson var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Bára Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum sáttur með 95-91 sigur sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í kvöld. „Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira
„Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53