Handbolti

EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson er í landsliðshópnum sem tekur þátt á EM.
Aron Pálmarsson er í landsliðshópnum sem tekur þátt á EM. vísir/eva björk

EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi.

Þetta herma heimildir þýska miðilsins Bild, en þar er greint frá því að mikill fjöldi kórónuveirusmita í Slóvakíu geti sett strik í reikninginn og að engir leikir muni fara fram þar í landi.

Axel Kromer, stjórnarmaður þýska handknattleikssambandsins, sagði þó í samtali við BILD að þetta væru sögusagnir.

„Þetta er bara orðrómur,“ sagði Kromer. „Ég fékk þær upplýsingar frá Martin Hausleitner [Aðalritara EHF] að þessi lausn væri ekki á borðinu.“

Samkvæmt tölum frá því í gær er sjö daga nýgengi smita í Ungverjalandi rúmlega 367, en tæplega 711 í Slóvakíu. 

Þá er sýkingartíðni í Slóvakíu sú fjórða hæsta í heiminum, eða um 24,3 prósent. Einungis Andorra, Svartfjallaland og Seychelles-eyjar eru með hærra sýkingarhlutfall en Slóvakía.

Íslenska liðið leikur sína leiki í riðlakeppninni í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.


Tengdar fréttir

EM-hópur Íslands í Búdapest

Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×