„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2021 13:33 Guðmundur Guðmundsson benti á að það hefði haft sín áhrif að einn besti handboltamaður heims, Aron Pálmarsson, skyldi ekki geta verið með á síðasta stórmóti. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira