Íslandsbanki: Eftir hverju er að bíða? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 21. desember 2021 13:00 Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun