Íslandsbanki: Eftir hverju er að bíða? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 21. desember 2021 13:00 Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar