Hvað erum við að gera í skólamálum? Alexandra Briem skrifar 16. desember 2021 11:31 Þegar kemur að því að búa til betri framtíð er ekkert mikilvægara en öflugt og gott skólakerfi, sem býr börn undir það að vera upplýstir og öflugir þátttakendur í samfélaginu. Þar höfum við tækifæri til að lágmarka skaða sem annars gæti undið upp á sig, og til að kenna þá færni sem fólk þarf að hafa til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Gagnrýnin hugsun og félagsfærni, tæknilæsi og víðtækur þekkingargrunnur sem síðar er hægt að byggja á, virðing fyrir margbreytileikanum og umhverfinu. Þannig byggjum við upp sterkara og betra samfélag, ef við gerum það rétt.En það er meira en að segja það. Þetta eru áhugaverðir tímar sem við lifum. Við höfum þurft að takast á við myglu, covid og samdrátt í tekjum. Ekki alveg það sem við sáum fyrir okkur þegar við stigum bláeyg og upplitsdjörf til leiks árið 2018. Eitt af því fyrsta sem varð mér ljóst á setu minni í skóla- og frístundaráði var nauðsyn þess að stokka upp úthlutunarlíkanið fyrir grunnskólana. Hið gamla var ekki byggt á réttum forsendum og það var orðið viðtekið að skólar gætu ekki rekið sig miðað við þær úthlutanir sem þeir fengu, sérstaklega ekki hvað varðar kostnað vegna veikinda og afleysinga. Og það tók tíma, enda var um gífurlega flókið mál að ræða og hættulegt að auka bara við fjármagn án þess að gera það með skipulegum hætti. En sú vinna skilaði árangri, og við erum búin að samþykkja nýtt úthlutunarlíkan, Eddu. Bæði bætir hún við mjög miklu fé í skólana, í kringum 1500 milljónum, og hún gerir það á skynsaman hátt, byggt á miklu samráði við sérfræðinga og skólafólk. Tekur út miðlæga potta, skilgreinir nýja stöðu rekstrarstjóra í grunnskólum, festir í sessi snemmtæka íhlutun þar sem fjármagn er ekki bundið við að nemendur séu með greiningu. Betri borg fyrir börn Annað sem þurfti að efla var að skólaþjónustan. Hún er vel framkvæmd en skipulagið var ekki nógu skilvirkt og notendur upplifðu hana sem fjarlæga. Þess vegna fórum við í tilraunaverkefnið Betri Borg fyrir börn í Breiðholti, þar sem lögð var áhersla á að þjónustan færi fram í nærumhverfi barna, úti í hverfinu, í nánara samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar. Þannig voru stöðugildi færð út í hverfin, frá Borgartúninu, og það skilaði miklum árangri. Nú erum við byrjuð að innleiða sömu nálgun um alla borgina. Það tengist skipulagsbreytingu sem var gerð, bæði á velferðarsviði og skóla- og frístundasviði, en núna er þjónustunni skipt í fjóra borgarhluta, og í hverjum hluta verður ábyrgðaraðili fyrir leikskóla, fyrir grunnskóla og fyrir frístund og félagsmiðstöðvar. En áður var það þannig að skrifstofustjóri á sviðinu hafði tugi beinna undirmenn um alla borg, fyrir utan starfsfólk skrifstofunnar. Meira að segja mjög öflugt og gott fólk á erfitt með að vinna með slíka stjórnunarspönn. En það voru líka innleiddar fleiri breytingar sem eru hluti af þessu ferli, t.d. að tekið verður upp markvisst árangursmat í sérkennslu, sett inn auka fjármagn til að vinna niður biðlista í skólaþjónustu sem lengdust vegna álags í Covid og farið í átak við rafvæðingu umsóknarferla. Við erum líka nýbúin að samþykkja aðgerðaáætlun vegna menntastefnunnar til 2030, en þar er lögð áhersla á loftslagsmál, læsi í víðum skilningi, geðheilbrigði og fjölbreytileikann. Húsnæðið Svo er það er auðvitað risamálið sem varðar skólana á kjörtímabilinu, ástand skólanna og myglu- og rakaskemmdir í þeim. Við sitjum ennþá uppi með mjög mikinn viðhaldshalla sem varð til á árunum eftir hrun, sem bætist við það vandamál að mörg af eldri húsum eru einfaldlega að komast á aldur og hvert vandamálið á fætur öðru stingur upp kollinum. Það ber að taka alvarlega og af festu. Til þess hefur nú verið samþykkt ný viðhalds- og viðgerðaáætlun, þar sem 25-30 milljörðum verði varið til viðhalds og viðgerða skólahúsnæðis næstu 5-7 árin. En það er líka mikilvægt að við höfum samþykkt nýtt verklag þegar upp kemur grunur um myglu- eða rakavandamál í húsnæði borgarinnar, en stærsta vandamálið í Fossvogsskóla var kannski einmitt að verklagið var ekki nógu skýrt, ábyrgðin ekki skilgreind og ekki alltaf rétt þekking eða viðmið til staðar. Því hefur nú verið breytt, og fyrsta reynsla af nýju verklagi er að viðbrögð eru skýr og fumlaus, sem er góðs viti. Annað sem skiptir máli er nýting á húsnæði sviðsins. Hvers vegna ættum við að láta tugþúsundir fermetra af skólahúsnæði standa auða þegar kennslu lýkur, en vera á sama tíma með frístund, félagsmiðstöðvar og skólahljómsveitir á hrakhólum? Þess vegna fagna ég líka mjög nýrri húsnæðisstefnu skóla- og frístundasviðs, þar sem betri og skynsamlegri nýting á húsnæði er eitt af leiðarljósum. Við höfum lagt mikla áherslu á fjölgun leikskólaplássa. En við höfum líka þurft að bregðast við breyttum aðstæðum, þegar Covid skall á var ein hliðarafleiðing af því að ferðamönnum fækkaði til muna sú, að íbúðir í miðborg og vesturbæ sem höfðu verið í útleigu gegnum Airbnb og slíkar síður fóru í staðinn á almennan leigumarkað, og þangað flutti ungt barnafólk í auknum mæli. Það er út af fyrir sig bara gott, en gerir að verkum að áætlanir um íbúafjölda og þörf fyrir leikskólapláss eftir hverfum stóðust ekki, svo það er skortur á plássum í þeim borgarhlutum, á sama tíma og við erum með ónýtt pláss annars staðar. Við höfum sett mikinn metnað í að bæta úr því, með nýjum leikskólum, viðbyggingum, færanlegum stofum og nú síðast Ævintýraborgum, en framkvæmdir ganga aðeins hægar en við hefðum vonað, að hluta til vegna covid líka. Þó höfum við bætt við ca. 300 leikskólarýmum á síðustu árum og rúmlega 600 leikskólapláss koma inn árið 2022. Það þarf líka að manna þessa leikskóla, og við höfum farið mjög markvisst í það að bæta starfsaðstöðu þar á síðustu árum, bæði með því að bæta sjálfa aðstöðuna og með því að gera vinnutímann betri í samræmi við óskir starfsfólks og stjórnenda, en breytingar á opnunartíma voru hluti af því að gera starfið meira aðlaðandi. Stafræna umbreytingin Að lokum nefni ég svo mitt hjartans mál, en það er stafræna umbreytingin. Reykjavík var orðin eftirbátur nágrannasveitarfélaga í notkun og kennslu með snjalltækjum. En þar var nýlega tekið risavaxið skref. Hluti af þeim 10 milljörðum sem fara í stafræna umbreytingu á næstu 3 árum fer beint í það að sjá öllum nemendum í unglingadeildum borgarinnar fyrir spjaldtölvu, og að þróa og samræma kennsluaðferðir og námsefni fyrir þær. Reykjavík á að vera leiðandi á þessu sviði á landinu, og þangað stefnum við. Pólitík er ekki alltaf eins og við myndum óska okkur, og hlutirnir taka oft meiri tíma og eru flóknari í framkvæmd en við vildum, sérstaklega er það óþolandi þegar grunnhugmyndin er einföld. Eitt af því sem man þarf að sætta sig við er að það er ekki alltaf hægt að grípa inn í hluti sem gerast, eða breyta einhverju strax. Það þarf að gera í gegnum stefnur og gegnum breytingar á kerfum. Það tekur tíma og það þarf að innleiða. Og það höfum við gert. Við höfum sannarlega lagt hönd á plóg þessi ár sem eru liðin frá 2018, það hefur ekki alltaf verið einfalt eða auðvelt, en við höfum náð að koma inn stórtækum breytingum til batnaðar og ég held svei mér þá að við getum skilað þessu verkefni af okkur og lagt stolt í dóm íbúa þegar yfir lýkur. Ég þakka fyrir það að hafa fengið tækifæri til að vinna að þessum mikilvæga málaflokki í umboði borgarbúa, og vonast til þess að fá að sinna því áfram. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þegar kemur að því að búa til betri framtíð er ekkert mikilvægara en öflugt og gott skólakerfi, sem býr börn undir það að vera upplýstir og öflugir þátttakendur í samfélaginu. Þar höfum við tækifæri til að lágmarka skaða sem annars gæti undið upp á sig, og til að kenna þá færni sem fólk þarf að hafa til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Gagnrýnin hugsun og félagsfærni, tæknilæsi og víðtækur þekkingargrunnur sem síðar er hægt að byggja á, virðing fyrir margbreytileikanum og umhverfinu. Þannig byggjum við upp sterkara og betra samfélag, ef við gerum það rétt.En það er meira en að segja það. Þetta eru áhugaverðir tímar sem við lifum. Við höfum þurft að takast á við myglu, covid og samdrátt í tekjum. Ekki alveg það sem við sáum fyrir okkur þegar við stigum bláeyg og upplitsdjörf til leiks árið 2018. Eitt af því fyrsta sem varð mér ljóst á setu minni í skóla- og frístundaráði var nauðsyn þess að stokka upp úthlutunarlíkanið fyrir grunnskólana. Hið gamla var ekki byggt á réttum forsendum og það var orðið viðtekið að skólar gætu ekki rekið sig miðað við þær úthlutanir sem þeir fengu, sérstaklega ekki hvað varðar kostnað vegna veikinda og afleysinga. Og það tók tíma, enda var um gífurlega flókið mál að ræða og hættulegt að auka bara við fjármagn án þess að gera það með skipulegum hætti. En sú vinna skilaði árangri, og við erum búin að samþykkja nýtt úthlutunarlíkan, Eddu. Bæði bætir hún við mjög miklu fé í skólana, í kringum 1500 milljónum, og hún gerir það á skynsaman hátt, byggt á miklu samráði við sérfræðinga og skólafólk. Tekur út miðlæga potta, skilgreinir nýja stöðu rekstrarstjóra í grunnskólum, festir í sessi snemmtæka íhlutun þar sem fjármagn er ekki bundið við að nemendur séu með greiningu. Betri borg fyrir börn Annað sem þurfti að efla var að skólaþjónustan. Hún er vel framkvæmd en skipulagið var ekki nógu skilvirkt og notendur upplifðu hana sem fjarlæga. Þess vegna fórum við í tilraunaverkefnið Betri Borg fyrir börn í Breiðholti, þar sem lögð var áhersla á að þjónustan færi fram í nærumhverfi barna, úti í hverfinu, í nánara samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar. Þannig voru stöðugildi færð út í hverfin, frá Borgartúninu, og það skilaði miklum árangri. Nú erum við byrjuð að innleiða sömu nálgun um alla borgina. Það tengist skipulagsbreytingu sem var gerð, bæði á velferðarsviði og skóla- og frístundasviði, en núna er þjónustunni skipt í fjóra borgarhluta, og í hverjum hluta verður ábyrgðaraðili fyrir leikskóla, fyrir grunnskóla og fyrir frístund og félagsmiðstöðvar. En áður var það þannig að skrifstofustjóri á sviðinu hafði tugi beinna undirmenn um alla borg, fyrir utan starfsfólk skrifstofunnar. Meira að segja mjög öflugt og gott fólk á erfitt með að vinna með slíka stjórnunarspönn. En það voru líka innleiddar fleiri breytingar sem eru hluti af þessu ferli, t.d. að tekið verður upp markvisst árangursmat í sérkennslu, sett inn auka fjármagn til að vinna niður biðlista í skólaþjónustu sem lengdust vegna álags í Covid og farið í átak við rafvæðingu umsóknarferla. Við erum líka nýbúin að samþykkja aðgerðaáætlun vegna menntastefnunnar til 2030, en þar er lögð áhersla á loftslagsmál, læsi í víðum skilningi, geðheilbrigði og fjölbreytileikann. Húsnæðið Svo er það er auðvitað risamálið sem varðar skólana á kjörtímabilinu, ástand skólanna og myglu- og rakaskemmdir í þeim. Við sitjum ennþá uppi með mjög mikinn viðhaldshalla sem varð til á árunum eftir hrun, sem bætist við það vandamál að mörg af eldri húsum eru einfaldlega að komast á aldur og hvert vandamálið á fætur öðru stingur upp kollinum. Það ber að taka alvarlega og af festu. Til þess hefur nú verið samþykkt ný viðhalds- og viðgerðaáætlun, þar sem 25-30 milljörðum verði varið til viðhalds og viðgerða skólahúsnæðis næstu 5-7 árin. En það er líka mikilvægt að við höfum samþykkt nýtt verklag þegar upp kemur grunur um myglu- eða rakavandamál í húsnæði borgarinnar, en stærsta vandamálið í Fossvogsskóla var kannski einmitt að verklagið var ekki nógu skýrt, ábyrgðin ekki skilgreind og ekki alltaf rétt þekking eða viðmið til staðar. Því hefur nú verið breytt, og fyrsta reynsla af nýju verklagi er að viðbrögð eru skýr og fumlaus, sem er góðs viti. Annað sem skiptir máli er nýting á húsnæði sviðsins. Hvers vegna ættum við að láta tugþúsundir fermetra af skólahúsnæði standa auða þegar kennslu lýkur, en vera á sama tíma með frístund, félagsmiðstöðvar og skólahljómsveitir á hrakhólum? Þess vegna fagna ég líka mjög nýrri húsnæðisstefnu skóla- og frístundasviðs, þar sem betri og skynsamlegri nýting á húsnæði er eitt af leiðarljósum. Við höfum lagt mikla áherslu á fjölgun leikskólaplássa. En við höfum líka þurft að bregðast við breyttum aðstæðum, þegar Covid skall á var ein hliðarafleiðing af því að ferðamönnum fækkaði til muna sú, að íbúðir í miðborg og vesturbæ sem höfðu verið í útleigu gegnum Airbnb og slíkar síður fóru í staðinn á almennan leigumarkað, og þangað flutti ungt barnafólk í auknum mæli. Það er út af fyrir sig bara gott, en gerir að verkum að áætlanir um íbúafjölda og þörf fyrir leikskólapláss eftir hverfum stóðust ekki, svo það er skortur á plássum í þeim borgarhlutum, á sama tíma og við erum með ónýtt pláss annars staðar. Við höfum sett mikinn metnað í að bæta úr því, með nýjum leikskólum, viðbyggingum, færanlegum stofum og nú síðast Ævintýraborgum, en framkvæmdir ganga aðeins hægar en við hefðum vonað, að hluta til vegna covid líka. Þó höfum við bætt við ca. 300 leikskólarýmum á síðustu árum og rúmlega 600 leikskólapláss koma inn árið 2022. Það þarf líka að manna þessa leikskóla, og við höfum farið mjög markvisst í það að bæta starfsaðstöðu þar á síðustu árum, bæði með því að bæta sjálfa aðstöðuna og með því að gera vinnutímann betri í samræmi við óskir starfsfólks og stjórnenda, en breytingar á opnunartíma voru hluti af því að gera starfið meira aðlaðandi. Stafræna umbreytingin Að lokum nefni ég svo mitt hjartans mál, en það er stafræna umbreytingin. Reykjavík var orðin eftirbátur nágrannasveitarfélaga í notkun og kennslu með snjalltækjum. En þar var nýlega tekið risavaxið skref. Hluti af þeim 10 milljörðum sem fara í stafræna umbreytingu á næstu 3 árum fer beint í það að sjá öllum nemendum í unglingadeildum borgarinnar fyrir spjaldtölvu, og að þróa og samræma kennsluaðferðir og námsefni fyrir þær. Reykjavík á að vera leiðandi á þessu sviði á landinu, og þangað stefnum við. Pólitík er ekki alltaf eins og við myndum óska okkur, og hlutirnir taka oft meiri tíma og eru flóknari í framkvæmd en við vildum, sérstaklega er það óþolandi þegar grunnhugmyndin er einföld. Eitt af því sem man þarf að sætta sig við er að það er ekki alltaf hægt að grípa inn í hluti sem gerast, eða breyta einhverju strax. Það þarf að gera í gegnum stefnur og gegnum breytingar á kerfum. Það tekur tíma og það þarf að innleiða. Og það höfum við gert. Við höfum sannarlega lagt hönd á plóg þessi ár sem eru liðin frá 2018, það hefur ekki alltaf verið einfalt eða auðvelt, en við höfum náð að koma inn stórtækum breytingum til batnaðar og ég held svei mér þá að við getum skilað þessu verkefni af okkur og lagt stolt í dóm íbúa þegar yfir lýkur. Ég þakka fyrir það að hafa fengið tækifæri til að vinna að þessum mikilvæga málaflokki í umboði borgarbúa, og vonast til þess að fá að sinna því áfram. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun