„Var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 13:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val í vetur. Hún er með 6,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís deildinni. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan valdi Theu Imani Sturludóttur úr Val besta leikmann fyrri hluta Olís deildar kvenna í handbolta. Thea var að því tilefni í viðtali í jólaþættinum. „Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti