Handbolti

Rúnar skaut ÍBV á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Kárason var frábær í liði ÍBV í kvöld.
Rúnar Kárason var frábær í liði ÍBV í kvöld. Vísir/Vilhelm

ÍBV lagði Fram í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Safamýri 29-25 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og voru fljótlega komnir þremur mörkum yfir. Munurinn fór mest upp í fjögur mörk í fyrri hálfleik en aðeins munaði tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 10-12.

Gestirnir byrjuðu síðari hálfleik af sama krafti og voru komnir fjórum mörkum yfir skömmu eftir að hann hófst. Var það munur sem heimamönnum gekk illa að brúa og fór það svo að gestirnir unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 25-29.

Skyttan Rúnar Kárason fór mikinn í liði ÍBV og skoraði 8 mörk. Í marki liðsins varði Björn Viðar Björnsson 17 skot og var með 43,6 prósent markvörslu. Vilhelm Poulsen skoraði einnig 8 mörk í liði Fram en það dugði ekki til að þessu sinnu.

ÍBV er þar með komið áfram í 16-liða úrslit Coca cola-bikarsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.