Sannleikurinn um Sælukot Margrét Eymundardóttir skrifar 13. desember 2021 12:00 Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun