Handbolti

Er í vand­ræðum að finna jóla­gjafir fyrir fólk en þetta var frá­bær jóla­gjöf

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
Stefán var sáttur með sigurinn en þarf hins vegar að fara í jólagjafaleiðangur sem fyrst.
Stefán var sáttur með sigurinn en þarf hins vegar að fara í jólagjafaleiðangur sem fyrst. Vísir/Elín Björg

Stefán Arnarsson var að vonum sáttur með sitt lið er það mætti HK á útivelli fyrr í dag. Ágætis jafnræði var á upphafsmínútunum en Fram náði forystu nokkuð snemma og héldu örugglega út allan leikinn sem skilaði þeim sannfærandi 13 marka sigri, 33-20.

„Ég er mjög glaður. Við spiluðum heilsteyptan leik, við spiluðum frábæra vörn og sóknarlega fengum við færi eiginlega í hverri einustu sókn sem við áttum og ég er mjög ánægður.“

„Það hafa allir leikir verið jafnir hjá okkur í þessari deild en nú spiluðum við bara heilsteyptari leik og allir þættir í leiknum hjá okkur voru góðir. Við neglum þá alla, leik, vörn og sókn og hraðaupphlaupin fín. Þá erum við flott lið og þá er erfitt að eiga við Fram.“

Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum fékk Emma Olsen, leikmaður Fram, að lýta beint rautt spjald fyrir harkalegt brot á Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur.

„Emma fékk bara rautt spjald. Ég bara sá ekki hvað gerðist en það hlýtur að hafa verið rétt hjá dómurunum. Þetta eru fínir dómarar. Ég var ekki að pæla mikið í því þar sem við erum með góða breidd. Það var auðvitað slæmt að missa hana út en við réðum við það í dag.“

„Jólin eru framundan, ég er í vandræðum að finna jólagjafir fyrir fólk en þetta var frábær jólagjöf.“


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×