„Þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega eða missum þá alveg kjánalega varnarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 21:51 Einar Jónsson og Haraldur Þorvarðarson á hliðarlínunni í Safamýri. vísir/hulda margrét „Við vorum bara ekki góðir í dag. Mér finnst við hafa spilað vel undanfarna leiki en við vorum ekki góðir núna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið nauma gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira