Innlent

Snjó­þekja á Hellis­heiði og hálka á Reykja­nes­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Snjóþekja er á Hellisheiði.
Snjóþekja er á Hellisheiði. Vísir/Vilhelm

Vetrarfærð er víðast hvar á landinu og hálkublettir á flestum stofnleiðum á höfuðborgarsvæðinu.

Á vef Vegagerðarinnar segir að snjóþekja sé á Hellisheiði og hálka á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum og þungfært er á Krísuvíkurvegi og Bláfjallavegi.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir víðast hvar og á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Hálfdán og Kleifaheiði en hálka eða snjóþekja á flestum leiðum.

Á Norðurlandi er hálka á flestum leiðum og á Norðausturlandi er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og á Hófaskarði en snjóþekja eða hálka á öllum helstu leiðum.

Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði á Austurlandi en snjóþekja á langflestum leiðum. Þungfært er í Skriðdal en Ófært á Öxi og um Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir og á Suðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Flughált er á Skeiðavegi (30) ofan Flúða og Auðholtsvegi en þungfært er á Lyngdalsheiði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.