„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Atli Arason skrifar 8. desember 2021 23:22 Ásta Júlía Grímsdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. „Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira