Manchester Evening News greinir frá því að Ajax hafi mikinn áhuga á að fá Henderson á láni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í næsta mánuði.
Henderson hefur aðeins leikið einn leik með United á tímabilinu og ku vera tilbúinn að færa sig um set til að fá að spila meira.
André Onana er nýbyrjaður að spila aftur fyrir Ajax eftir langt leikbann. Búist er við því að hann fari til Inter þegar samningur hans við Ajax rennur út eftir tímabilið.
Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri United, hefur greint frá því að Henderson standi í marki liðsins í leiknum gegn Young Boys í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn skiptir engu máli fyrir United sem er búið að vinna riðilinn.