Handbolti

Átta mörk Bjarka dugðu ekki til | Lærisveinar Aðalsteins taplausir í þrem í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
TBV Lemgo Lippe - MT Melsungen 04 June 2021, Hamburg: Handball: DHB Cup, TBV Lemgo Lippe - MT Melsungen, Main Round, Final Four, Final. Lemgo's Bjarki Mar Elísson (l) and Lemgo's Frederik Simak celebrate a goal. Photo: Axel Heimken/dpa (Photo by Axel Heimken/picture alliance via Getty Images)
TBV Lemgo Lippe - MT Melsungen 04 June 2021, Hamburg: Handball: DHB Cup, TBV Lemgo Lippe - MT Melsungen, Main Round, Final Four, Final. Lemgo's Bjarki Mar Elísson (l) and Lemgo's Frederik Simak celebrate a goal. Photo: Axel Heimken/dpa (Photo by Axel Heimken/picture alliance via Getty Images)

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem nú var að ljúka í EHF-bikarnum í handbolta. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður Lemgo er liðið tapaði gegn GOG, 34-28, og Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu góðan sigur gegn AEK, .

Heimamenn í GOG byrjuðu leikinn af miklum krafti er liðið tók á móti Lemgo. Danirnir skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og héldu forskoti sínu lengi vel í fyrri hálfleik. Bjarki Már og félagar náðu þó góðu áhlaupi og jöfnuðu leikinn í 10-10, en heimamenn skoruðu seinustu fimm mörk hálfleiksins og gengu til búningsherbergja með fimm marka forystu, 15-10.

Áfram var leikurinn sviflukenndur í seinni hálfleik. Heimamenn komust í sex marka forystu, áður en Bjarki og félagar minnkuðu í eitt með því að skora fimm mörk í röð. Þá tóku heimamenn skorpu á ný og komust aftur fimm mörkum yfir með því að skora næstu fjögur mörk.

Það sem eftir lifði leiks skiptust liðin þó á að skora og heimamenn í GOG unnu að lokum góðan sex marka sigur, 34-28. 

Viktor Gísli Hallgrímsson kom ekki við sögu í liði GOG, en Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með  mörk fyrir Lemgo. GOG er nú í efsta sæti B-riðils með níu stig eftir sex leiki, einu stigi meira en Lemgo sem situr við hlið Benfica í öðru sæti.

Þá unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten góðan  marka sigur gegn AEK frá Aþenu. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda, en þegar gengið var til búningsherbergja höðu liðsmenn Kadetten tveggja marka forskot. 17-15.

Liðið hélt forystu sinni allan seinni hálfleikinn og vann að lokum góðan þriggja marka sigur, 31-28. Kedetten er nú taplaust í EHF-bikarnum í þremur leikjum í röð og hefur unnið seinustu tvo.

Kadetten er nú í þriðja sæti D-riðils með sex stig, ásamt Eurofarm Pelister, tveimur stigum meira en AEK sem situr í fimmta sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.