Pétur Ingvarsson: Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því Sverrir Mar Smárason skrifar 4. desember 2021 20:34 Pétur Ingvarsson, þjálfair Blika, vareðlilega sáttur með öruggan sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Daníel Breiðablik vann 28 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðið skoraði 122 stig sem er það mesta sem það hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var að vonum ánægður í leikslok. „Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
„Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41