Handbolti

Noregur og Sví­þjóð með stór­sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Noregur hóf HM á stórsigri.
Noregur hóf HM á stórsigri. TV2

Noregur og Svíþjóð hófu HM í handbolta á stórsigrum er þau mættu Kasakstan og Úsbekistan á Spáni í dag. Þá vann Slóvenía góðan tíu marka sigur á Svartfjallalandi en fyrir fram var búist við jöfnum leik.

Eftir jafna byrjun í leik Slóveníu og Svartfjallalands snerist leikurinn við og fór það svo að Slóvenía vann einkar öruggan sigur, lokatölur 28-18. Amra Pandzic átti stórleik í marki Slóveníu. Ana Gros var svo markahæst með átta mörk.

Næsti leikur Slóveníu ætti að vera töluvert erfiðari en liðið mætir þá Frakklandi sem hóf HM einnig á sigri.

Lið Þóris Hergeirssonar, Noregur, vann 28 marka sigur á Kasakstan. Emilie Hovden var markahæst með sjö mörk. Þá vann Svíþjóð 31 marks sigur á Úsbekistan, lokatölur 46-15.


Tengdar fréttir

Heims­meistararnir byrja HM á fjöru­tíu marka sigri

HM kvenna í handbolta er farið á fulla ferð en alls er fjórum af sex leikjum dagsins nú lokið. Heimsmeistarar Hollendinga hófu mótið með því að leggja Púertó Ríkó með fjörutíu marka mun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.