Handbolti

Noregur og Sví­þjóð með stór­sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Noregur hóf HM á stórsigri.
Noregur hóf HM á stórsigri. TV2

Noregur og Svíþjóð hófu HM í handbolta á stórsigrum er þau mættu Kasakstan og Úsbekistan á Spáni í dag. Þá vann Slóvenía góðan tíu marka sigur á Svartfjallalandi en fyrir fram var búist við jöfnum leik.

Eftir jafna byrjun í leik Slóveníu og Svartfjallalands snerist leikurinn við og fór það svo að Slóvenía vann einkar öruggan sigur, lokatölur 28-18. Amra Pandzic átti stórleik í marki Slóveníu. Ana Gros var svo markahæst með átta mörk.

Næsti leikur Slóveníu ætti að vera töluvert erfiðari en liðið mætir þá Frakklandi sem hóf HM einnig á sigri.

Lið Þóris Hergeirssonar, Noregur, vann 28 marka sigur á Kasakstan. Emilie Hovden var markahæst með sjö mörk. Þá vann Svíþjóð 31 marks sigur á Úsbekistan, lokatölur 46-15.


Tengdar fréttir

Heims­meistararnir byrja HM á fjöru­tíu marka sigri

HM kvenna í handbolta er farið á fulla ferð en alls er fjórum af sex leikjum dagsins nú lokið. Heimsmeistarar Hollendinga hófu mótið með því að leggja Púertó Ríkó með fjörutíu marka mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×