Leggur landsliðsskóna á hilluna þar sem skrokkurinn þolir ekki álagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 18:05 Landsliðsskórnir eru farnir á hilluna. Vísir/Hulda Margrét Hornamaðurinn Arnór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Brjóskeyðing í hægri mjöðm spilar þar hvað stærstan þátt en Arnór segir skrokkinn ekki ráða við það álag sem fylgir því að spila sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira