Dýr myndi Elliði allur Tómas Guðbjartsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ölfus Tómas Guðbjartsson Tengdar fréttir Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00 Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00
Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar