Handbolti

Sjáðu ó­trú­legar senur þegar slags­mál brutust út í hand­bolta­leik í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dómarainn gat ekkert gert nema að forða sér.
Dómarainn gat ekkert gert nema að forða sér. Skjámynd/Youtube

Serbar eru þekktir fyrir að vera blóðheitir og kappsamir inn á vellinum en tvö lið urðu sér hins vegar til skammar um serbneska handboltanum um helgina.

Allsherjar slagsmál brutust þá út í leik Vrbasu og Kolubare. Staðan var 24-23 fyrir Kolubare þegar rétt tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum.

Upphafið af slagsmálunum var þegar tveir leikmenn liðanna létu finna of mikið fyrir sér. Annar leikmaðurinn gaf mótherja sínum vænt olnbogaskot og sá hinn sami svaraði fyrir sig skömmu seinna.  Eftir seinna olnbogaskotið sló leikmaður Vrbasu síðan mótherja sinn í jörðina með einu góðu hnefahöggi.

Við hnefahöggið varð allt vitlaust og leikmenn úr báðum liðum blönduðu sér í slagsmálin. Það mátti líka sjá áhorfendur henda hlutum inn á völlinn.

Dómararnir reyndu að flauta eitthvað en gáfust fljótt upp og fylgdust bara með liðunum gera upp málin með hnefunum. Það tók nokkrar mínútur að róa menn niður og það sem var kannski ótrúlegast af öllu að dómararnir létu liðin klára leikinn.

Heimamenn í Vrbasu voru sterkari eftir slagsmálin og tryggðu sér 27-26. Þeir eru líka mun ofar í töflunni en liðin spila í serbnesku b-deildinni.

Það má sjá þessar ótrúlegu senur hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.