Hurðaskellir í Haukaliðinu tekur við bókunum í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 09:30 Aron Rafn Eðvarðsson fékk örugglega furðulegasta rauða spjaldið sem hefur sést í íslenskum handbolta. Vísir/Vilhelm Rauða spjald Haukamarkvarðarins Arons Rafns Eðvardssonar vakti mikla furðu í Evrópuleik liðsins í Rúmeníu um helgina. Aron Rafn fékk rauða spjaldið að því virðist fyrir að skella hurð of harkalega í hálfleiknum. Það fylgir sögunni að ekkert sá á hurðinni og leikurinn var ekki í gangi þegar þetta gerðist. Áður en leikur hófst í seinni hálfleik þá fóru dómararnir til Arons Kristjánssonar, þjálfara Hauka, líkt og þeir væru að fá það staðfest hver hefði skellt hurðinni í hálfleiknum. Aron virtist benda á Aron Rafn markvarðar og dómarnir fóru þá til hans og lyftu rauða spjaldinu öllum til mikillar furðu. Haukarnir töpuðu leiknum með tveimur mörkum og þurfa því að vinna upp þann mun í seinni hálfleiknum á Ásvöllum. Haukar höfðu líka húmor fyrir öllu saman þótt að það hafi verið mjög leiðinlegt fyrir Aron að missa af þessum seinni hálfleik og mögulega seinni leiknum ef hann verður settur í bann. „Aron Rafn, aka Hurðarskellir, er búinn að opna fyrir bókanir í desember. Kemur á æfingar hjá krökkum, labbar með þau í gegnum íþróttahús og kennir þeim að skella hurðum FAST!!,“ sagði færslu á fésbókarsíðu Hauka og með var mynd af Aroni Rafni við hurðina frægu. Haukarnir voru kannski of hissa á þessu til að vera almennilega reiðir en kannski ekki mikið sem þeir gáfu sagt við bosnísku dómarana. „Þetta er furðulegasta skýring sem maður hefur fengið fyrir rauðu spjald. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Það verður fróðlegt að sjá hvaða skýringu dómarar setja í skýrsluna sem þeir senda til EHF,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við handbolti.is eftir leikinn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Haukanna. View this post on Instagram A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti) Olís-deild karla Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira
Aron Rafn fékk rauða spjaldið að því virðist fyrir að skella hurð of harkalega í hálfleiknum. Það fylgir sögunni að ekkert sá á hurðinni og leikurinn var ekki í gangi þegar þetta gerðist. Áður en leikur hófst í seinni hálfleik þá fóru dómararnir til Arons Kristjánssonar, þjálfara Hauka, líkt og þeir væru að fá það staðfest hver hefði skellt hurðinni í hálfleiknum. Aron virtist benda á Aron Rafn markvarðar og dómarnir fóru þá til hans og lyftu rauða spjaldinu öllum til mikillar furðu. Haukarnir töpuðu leiknum með tveimur mörkum og þurfa því að vinna upp þann mun í seinni hálfleiknum á Ásvöllum. Haukar höfðu líka húmor fyrir öllu saman þótt að það hafi verið mjög leiðinlegt fyrir Aron að missa af þessum seinni hálfleik og mögulega seinni leiknum ef hann verður settur í bann. „Aron Rafn, aka Hurðarskellir, er búinn að opna fyrir bókanir í desember. Kemur á æfingar hjá krökkum, labbar með þau í gegnum íþróttahús og kennir þeim að skella hurðum FAST!!,“ sagði færslu á fésbókarsíðu Hauka og með var mynd af Aroni Rafni við hurðina frægu. Haukarnir voru kannski of hissa á þessu til að vera almennilega reiðir en kannski ekki mikið sem þeir gáfu sagt við bosnísku dómarana. „Þetta er furðulegasta skýring sem maður hefur fengið fyrir rauðu spjald. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Það verður fróðlegt að sjá hvaða skýringu dómarar setja í skýrsluna sem þeir senda til EHF,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við handbolti.is eftir leikinn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Haukanna. View this post on Instagram A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti)
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Sjá meira