Sport

Dagskráin í dag: Golf, fótbolti og körfubolti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Philadelphia 76ers og Minnesota Timberwolves eigast við í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld.
Philadelphia 76ers og Minnesota Timberwolves eigast við í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum ágæta laugardegi.

Joburg Open heldur áfram á Stöð 2 Sport 4, en útsending hefst klukkan 10:00. Klukkan 13:30 hefst svo útsending frá Costa del Sol Open á Stöð 2 Golf, en það er hluti af LET-mótaröðinni.

Klukkan 12:25 mætast Preston og Fulham í ensku 1. deildinni á Stöð 2 Sport 2.

Körfuboltinn er svo allsráðandi í kvöld, en klukkan 17:50 hefst bein útsending frá leik Hamars/Þórs og ÍR í 1. deild kvenna á Stöð 2 Sport, áður en NBA-deildin leiðir okkur inn í nóttina með leik 76ers og Timberwolves á Stöð 2 Sport 2 klukkan 23:00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.