Lífið

Hollywood-björninn Bart er allur

Atli Ísleifsson skrifar
Björninn Bart varð 21 árs að aldri, en heilsu hans hafði hrakað nokkuð síðustu mánuði.
Björninn Bart varð 21 árs að aldri, en heilsu hans hafði hrakað nokkuð síðustu mánuði. Vital ground

Hollywood-björninn Björninn Bart annar (e. Bart the Bear II) er allur, 21 árs að aldri. Björninn hafði birst í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, þeirra á meðal Dagfinni dýralækni 2, Into the Wild og Game of Thrones.

Hollywood Reporter segir frá því að grábjörninn (grizzly-björn) hafi drepist í gerði sínu í Utah um helgina.

Björnin Bart birtist fyrst í kvikmynd árið 2004 og hefur „leikið“ á móti stórstjörnum á borð við Robert Redford og Steve Carrell.

Birninum var bjargað í Alaska á sínum tíma og áttu þau Doug og Lynne Seus hjá Vital Ground stofnuninni eftir að sinna honum og þjálfa.

„Við kölluðum hann til að byrja með Litla-Bart en þegar hann var orðinn 650 kíló þá kölluðum við hann einfaldlega Björninn Bart annan,“ segja Seus-hjónin í yfirlýsingu.

Björninn fylgdi í fótspor annars Hollywood-bjarnar og nafna, Bart, sem Seus-hjónin þjálfuðu einnig.

Björninn Bart annar kom fram í myndum á borð við Into the Wild, We Bought a Zoo, Evan Almighty, Without a Paddle, Did You Hear about the Morgans?, Zookeeper, Pete‘s Dragon og sömuleiðis Game of Thrones.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.