Fyrirmyndin Eðvarð Taylor Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 08:01 Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun