Fyrirmyndin Eðvarð Taylor Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 08:01 Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun