Fyrirmyndin Eðvarð Taylor Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 08:01 Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar