Innlent

Sprengisandur: Efnahagsmálin, kynferðisofbeldi, salan á Mílu og átökin á landamærum Hvíta-Rússlands

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrstu gestir Kristjáns í dag eru þau Friðrik Jónsson, formaður BHM, Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og Kristrún Frostadóttir, alþingiskona Samfylkingarinnar. Þau ætla að rýna í efnahagsmálin, ræða verðbólgu, vexti og hagvaxtaraukann.

Þá verður rætt við Halldóru Þorsteinsdóttur, héraðsdómara og lektor við lagadeild HR, og sérfræðing í fjölmiðlarétti. Rætt verður um tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs og sakamálaréttarfar og lykilhugtakið „saklaus uns sekt er sönnuð,“ verður kannað. Komið verður sérstaklega inn á sönnunarbyrði ákæruvaldsins í þessum málum.

Næst mæta Óli Björn Kárason, Hanna Katrín Friðriksson og Oddný Harðardóttir alþingismenn. Þau munu ræða söluna á Mílu og fleiri mál.

Síðast mætir dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem sérhæfir sig í málum Austur-Evrópu. Þar verða átökin á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands til umræðu en þar hafa mikil átök geisað. Ástandið hefur víða áhrif á önnur óskyld mál, til að mynda orkuframboð og orkuverð í Evrópu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.