Körfubolti

AD rekinn út úr húsi þegar hann var að reyna að klæða sig aftur í skóinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Davis var skiljanlega mjög ósáttur út í Scott Wall dómara og hver væri það ekki í þessari stöðu.
Anthony Davis var skiljanlega mjög ósáttur út í Scott Wall dómara og hver væri það ekki í þessari stöðu. AP/Mark J. Terrill

Það gengur flest á afturfótunum þessa dagana hjá Los Angeles Lakers liðinu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í tapleik á móti Chicago Bulls í nótt.

Lakers tapaði 103-121 á heimavelli á móti Chicago Bulls og hefur nú tapaða tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og alls fjórum sinnum í síðustu sjö leikjum.

Liðið er að leika án LeBron James og því verður mikilvægi manna eins og Anthony Davis enn meira. Þeir verða þó að vera inn á vellinum til að geta hjálpað liðinu.

Davis var rekinn út úr húsi í leiknum þegar hann var að reyna að klæða sig aftur í skóinn eftir að hafa misst skóinn sinn í troðslutilraun.

Atvikið gerðist þegar 2:20 voru eftir af þriðja leikhlutanum og Davis var þá kominn með 20 stig og 6 fráköst.

Scott Wall dómari hefur væntanlega fengið einhver velvalin orð frá Davis eftir að Wall leyfði Bulls mönnum að byrja sóknina áður en Lakers miðherjinn var kominn í skóna.

Wall hikaði ekki heldur sendi Davis beina leið í sturtu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan og verður að teljast vera ansi vandræðalegt fyrir bestu deild í heimi.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.