Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 21:48 Veðrið setti svip sinn á starfsemi á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/KMU Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. „Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld. Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
„Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld.
Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira