Handbolti

Leik Fram og Vals frestað vegna veirunnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Val þurfa að fara í sóttkví.
Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Val þurfa að fara í sóttkví. Vísir/Hulda Margrét

Kórónuveiran heldur áfram að setja strik í reikninginn í íþróttalífinu á Íslandi, en leik Fram og Vals sem átti að fara fram í Olís-deild karla annað kvöld hefur verið frestað vegna hennar.

Samkvæmt heimildum mbl.is er smitið í herbúðum Valsmanna. Ef marka má þær upplýsingar er einn leikmaður Vals smitaður og er sá leikmaður kom­inn í ein­angr­un og all­ir aðrir leik­menn liðsins komn­ir í sótt­kví.

Þá hefur leik Vals U og Kórdrengja sem átti að fara fram í næst efstu deild í dag einnig verið frestað, en fjöldi leikmanna Vals U voru á skýrslu hjá aðalliðinu í síðasta leik, og samgangur á milli liðanna mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×