Handbolti

Sigurður eftir fjór­tán marka tap á Hlíðar­enda: Glataður dagur

Dagur Lárusson skrifar
Sigurður var ekki ánægður að leik loknum.
Sigurður var ekki ánægður að leik loknum. Vísir/Vilhelm

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, sagði í viðtali eftir tap síns liðs gegn Val að hann væri heldur lítill í sér. 

ÍBV heimsótti Val, topplið Olís-deildar kvenna, á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Valur vann 14 marka sigur, lokatölur 35-21. 

„Ég finn bara fyrir tómleika, að vera rasskelltur er aldrei gott og það er nákvæmlega það sem gerðist hérna í kvöld og maður er bara hálf lítill í sér eftir þetta,” byrjaði Sigurður á að segja.

ÍBV vann flottan sigur á Haukum á Ásvöllum á sunnudaginn en Sigurður sagði að það væri allt annað að mæta á Ásvelli heldur en í Origo-Höllina.

„Já ég meina það var á Ásvöllum, hérna er þetta allt öðruvísi. Í byrjun leiks lendum við auðvitað í áfalli með hana Elísu þar sem hún braut líklega á sér öxlina, þannig við missum hana út eftir rúmlega tíu mínútur.“

„Svo er ég einfaldlega með of þunn skipaðan hóp, og þegar það bætast áföll ofan á það þá getur þetta orðið mjög erfitt. Marija missti ömmu sína í hádeginu þannig hún var skiljanlega ekki alveg hún sjálf, þannig þetta var heldur dauft hjá okkur,“ hélt Sigurður áfram.

„Ef ég á að segja eins og er þá hefur þetta bara verið heldur glataður dagur og ég hlakka bara til að komast heim,“ endaði Sigurður á að segja.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.