Dagbók frá Glasgow Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:31 Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Loftslagsmál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun