Gjaldþrota stefna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 10:00 Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Fjölmiðlar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar